Færsluflokkur: Bloggar

Þessi er snillingur....

mamma bróðursonar míns á eitt svona stykkiog bauð mér hann í pössun, ég er að spá í að takann að mér í pössun og spila þetta lag fyrir hann ....ég er enþá í hláturskasti yfir þessum Kakadúa http://birdloversonly.blogspot.com/2007/09/may-i-have-this-dance.html  LoL

Stjörnuspáin 30.10

Stjörnuspá

FiskarFiskar: Útlitið eru sérlega bjart þessa dagana. Að hoppa um með frábæra framtíðarsýn og miklar vonir er oft gott, en ekki núna. Vertu einbeittur og svalur.
VogVog: Losaðu þig við það sem ekki skiptir máli. Og þú hugsar: "Var ég ekki að gera það"? Þú verður að gera það á hverjum degi og það mun létta þér lífið.
LoL ekki slæmar þessar Wink

Úti er alltaf að snjóa.......

Whistling  þegar líða fer að jólunum......og kólna fer í bólunum......Whistling  haldið að það sé ekki farið að snjóa hérna efst í Kópavoginum (203) og viti menn ekki nema 60 dagar til jólaPinch ............Jólin þín byrja í IKEA.....eða vissuru það kannski ekki Sideways  mín byrjuðu með jólaóróa frá George Jensen, búin að hengjann upp Joyful

Jól í skókassa...

Hvað er „Jól í skókassa“?
„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að tilteknir hlutir séu í hverjum kassa. Fyrir jólin 2004 ákvað hópur ungs fólks innan KFUM og KFUK að láta reyna á verkefnið hér á landi. Þá voru undirtektirnar frábærar og söfnuðust rúmlega 500 kassar það árið. Verkefnið hélt svo áfram að spyrjast út og árið 2005 urðu skókassarnir 2600. Sú tala nær tvöfaldaðist síðustu jól þegar tæplega 5000 gjafir bárust. Það hefur því verið ákveðið að halda verkefninu áfram og vonumst við til þess að safna enn fleiri skókössum þetta árið.

Hvert fara skókassarnir?
Í ár, líkt og síðustu þrjú ár, verða skókassarnir sendir til Úkraínu. Í Úkraínu búa um 50 milljónir manna. Atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Á því svæði þar sem jólagjöfunum verður dreift er allt að 80% atvinnuleysi og þar ríkir mikil örbirgð. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Kirkjan í Úkraínu er rússnesk rétttrúnaðarkirkja, en KFUM í Úkraínu starfar innan þeirrar kirkjudeildar. Aðalskipuleggjandi dreifingarinnar í Úkraínu er faðir Evheniy Zhabkovskiy sem komið hefur hingað til lands í heimsókn og meðal annars kynnt sér starf KFUM og KFUK hér á landi.

Hvert á ég að skila skókassanum mínum?
Tekið verður á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg alla virka daga kl. 9:00 - 17:00. Síðasti móttökudagur verkefnisins verður laugardaginn 3. nóvember klukkan 11:00 - 16:00. Þann dag fer fram sérstök kynning á verkefninu, léttar veitingar verða í boði í kaffiteríunni og allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrir þá sem eru staddir utan höfuðborgarsvæðisins er bent á að allir skókassar þurfa að hafa borist til Reykjavíkur fyrir 3. nóvember. Allar upplýsingar um hvert megi skila kössunum má finna á heimasíðunni www.skokassar.net eða í síma 588 8899.

Hvernig á að ganga frá skókassanum?
1. Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. Hægt er að nálgast skókassa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð.
2. Ákveðið hvort gjöfin sé ætluð strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (2-4), (5-9), (10-14) eða (15-10. Á baksíðu þessa bæklings finnið þið tilbúinn merkimiða fyrir annað hvort strák eða stelpu. Klippið miðann út, merkið á hann aldursflokk viðtakanda og límið ofan á skókassann.
3. Setjið 300-500 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu.
4. Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann.

Gjafir í skókassana
Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum af eftirtöldum flokkum:
• Leikföng. Sem dæmi má nefna litla bíla, bolta, dúkku, bangsa og jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum.
• Skóladót. Sem dæmi má nefna penna, blýanta, yddara, liti, litabækur, skrifbækur og vasareikni.
• Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta og tannkrem í kassann sinn. Einnig má setja sápustykki, greiðu, þvottapoka, hárskraut o.fl.
• Sælgæti. Sem dæmi má nefna sleikjó, brjóstsykur, pez og karamellur.
• Föt. Sem dæmi má nefna húfu, vettlinga, sokka, boli og peysu.

Hvað má ekki fara í skókassana?

• Mikið notaðir eða illa farnir hlutir
• Matvara
• Tyggjó
• Stríðsdót, s.s. leikfangabyssur, leikfangahermenn og hnífar.
• Vökvar, s.s. sjampó, krem, sápukúlur o.fl.
• Lyf, s.s vítamín, hálsbrjóstsykur, smyrsl o.fl.
• Brothættir hlutir, s.s. speglar, postulínsdúkkur o.fl.
• Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana.Athugið!
Ef þú vilt getur þú sett mynd af þér ásamt nafni og heimilisfangi og/eða netfangi efst í skókassann. Það gefur viðtakanda skókassans möguleika á að setja sig í samband við þig. Þannig geta myndast vinatengsl sem varað geta lengi.

 http://www.kfum.is/files/nyr/file_manager/Úkraína%20Lengri%20Mynd.wmv

Ég er búin að útbúa mína 4 jól í skókassa ætla fara með þá í vikunni.....hvað með þig !!!


Haustið er komið.....


Góður þessi....

W00t Kona nokkur gekk niður Laugaveg þegar hún tók eftir mjög skítugri og illa
 til haldinni heimilislausri konu sem sat og betlaði peninga.
 
 Konan tók upp veskið, tók úr því 5000 kr. og spurði: "Ef ég gef þér pening
 ætlar þú þá að kaupa vín í staðinn fyrir mat?"
 
 "Nei, ertu frá þér, ég hætti að drekka fyrir mörgum árum", svaraði
 heimilislausa konan.
 
 "Muntu þá nota peningana til að kaupa þér tískufatnað af einhverju tagi?"
 
 "Uss nei, Ég hef ekki tíma til þess, nota alla mína orku í að halda í
 líftóruna."
 
 "Ætlar þú þá að nota peningana á hárgreiðslustofu í stað þess að kaupa mat?"
 
 "Ertu frá þér!!, svaraði heimilislausa konan, " ég hef ekki farið á
 snyrti-eða hárgreiðslustofu í 20 ár."
 
 "OK, svaraði þá hin konan, "ég ætla ekki að gefa þér þessa peninga. Í
 staðinn ætla ég að bjóða þér út að borða með mér og manninum mínum í
 kvöld."
 
 Heimilislausa konan varð hálfsjokkeruð og sagði: " En verður maðurinn þinn
 ekki bálreiður ef þú gerir það?
 
 Ég er bæði skítug og illa lyktandi."
 
 Þá svaraði hin: "Það er í fínu lagi.
 Það er mikilvægt að hann sjái og skilji hvernig kona lítur út sem ekki
 notar fjármuni í tískufatnað, hárgreiðslu og vín!!!! "


 Bestu kveðjur stelpur mínar...ekki tapa þessu niður LoL


Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?

Fínar dömur : Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.  
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.


Fínar dömur
: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.


Fínar dömur
: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.

Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr brauðforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.

Fínar dömur
: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.

Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.

Fínar dömur
: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.  
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara
.  

Fínar dömur
: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip. .  
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!  


Fínar dömur
: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.  
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín? 
  

Daisý fer með flugi á morgun.....

Crying frá okkur eftir 17 daga pössun núna undanfarið......við eigum eftir að sakna hennar mikið þar sem hún er orðin ein af heimilisfólkinu hérna og hluti úr okkar lífi, sem er nú ekki skrítið þar sem þetta er Afríkan Gray stærri gerðin, hún kjaftar sig máttlausa við okkur, kyssir mann og dansar fyrir mann....heillar mann alveg upp úr skónnum þegar hún gerir eitthvað af sér og elskar að fá athygli sem hún fær.....við erum búin að kenna henni að segja Voff, hrýta eins og svín, fara í þrautakóng við okkur LoL svo er hún að læra að telja upp á tíu....og nátturulega kann hún ýmislegt fleirra sem Magga mín og Nökkvinn minn eru búin að kenna henni.....ég er að hugsa um að missa af fluginu á morgun og skilja svo ekkert í því hvað varð um fuglinn þegar að Magga mín hringir Devil versta við það að Nökkvinn minn og hún myndu nú komast fljótlega að því að hún væri hérna því að jú Nökkvinn er víst bróðursonur minn........en hérna kemur það daisý að sýna ykkur hvað hún er duglegGrin

og svo hérna kemur Daísý blaðrar og blaðrar hljóðupptaka, hún er mjög fyndin W00t

 


Teiknimynd dagsins...


Kveikið á kerti fyrir.....

Jón Gunnar frænda minn og sendið honum kveðju.....

 

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=j%C3%B3n%20g

 

kveðja Guðrún


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband