15.4.2008 | 22:42
Ef betur má að gá......
Kæru samherjar.
Nú eru liðnir 5 sólahringar síðan undirskriftasöfnunin gegn fyrirhuguðum framkvæmdum í bakkafjöru fór af stað.
Nú hafa 2565 manns skráð sig, þar af 1360 búsettir í Vestmannaeyjum, eða um 34% íbúa.
Ákveðið hefur verið að ljúka undirskrifasöfnuninni á miðnætti á Miðvikudaginn kemur þann 16 apríl. http://www.strondumekki.is/ Skoðið videoið af hvernig þeir sigla á Lóðsinum upp í Bakkafjöru, það er mjög athyglisvert.
Okkur langar því að biðja þig að líta í kringum þig og athuga hvort einhver af þínum vinum, kunningjum eða fjölskyldu eigi eftir að skrá sig, og hvetja þá til að taka þátt, og reyna að hafa áhrif.
Ströndum ekki í Bakkafjöru. nýjan og hraðskreiðari Herjólf strax!
látið þetta fréttast og sem flesta skrifa undir,
kveðja Guðrún brottfluttur Eyjamaður
Athugasemdir
Kvittaði á þennan undirskriftarlista rétt eftir að honum var ýtt úr vör, því miður fyrir okkur þá virðist þetta ekki ætla enda fyrr en eitthvert slysið verður.
Semsagt fyrr en einhver strandar. 
Eiríkur Harðarson, 15.4.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.