19.2.2008 | 09:12
Annar máni...
Skref fyrir skref
hægt er jafnt og þétt,
ef fyrir ef
öflin: rangt og rétt,
Trú flytur fjöll
en flytur fólkið með?
er yfirleitt nokkuð fyrirséð?
Kannski er annar máni......önnur vídd sem öllu getur breytt,
eða breytist aldrei neitt til betri vegar yfirleitt?
til er ást í ýmsum myndum,
einnig hatur víða víst,
og við leitum ljóss og svara,
lítum upp á við.........
jörðin snýst.
Athugasemdir
Þú þarft nú eitthvað að laga til síðuna þína, meina nú forsíðuna EKKI forhúðina.
Eiríkur Harðarson, 19.2.2008 kl. 18:36
hvað meinaru Eiríkur ?
Guðrún, 23.2.2008 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.