16.1.2008 | 21:51
Frumburðurinn minn á afmæli í dag.......
jeminn eini hvað ég á orðið stóran strák
hann er 13 ára í dag
mér finnst ekki langt síðan að ég var á leiðinni upp á Selfoss með pabba hans kl 05:45, komin með 2 mín á milli verkja og það var snældu vitlaust veður og við þurftum að bíða eftir að ýtan kæmi frá Hótelinu á Selfossi og alveg út að Flugvellinum til að við kæmumst inn á Selfoss og inn á spítala.....jeminn eini hvað þessi tími var langur að líða....svo komumst við inn á fæðingardeild, ég var sett í monitor, útvíkkunin komin í 4 og ég fór þá bara að sofa og þá var klukkan ca 7fyrst ég þurfti að bíða þangað til ég væri komin í 10, sá engann tilgang að vaka og bíða og bíða og bíða og bíða, viti menn, mín vaknaði um 12 og með lika þessa þvílíka verki í bakinu, útvíkkunin komin í ca 9 og ég fékk rembingsþörf, en þá sagði ljósan bara nei og ég hélt nú ekki, og ljósan tékkaði aftur (djö#$"% VAR ÞAÐ VONT...þegar hún varð að tékka aftur) og þá sagði hún " heyrðu hún er komin með 10" og lækninn sagði "nei það getur ekki verið alveg klst í það " og hún "nei get svo svarið það" og þá þurfti hann eitthvað að tékka líka og þá var kollurinn á mínum nú bara kominn og þá loksins fékk ég að rembast.....mér fannst á þessum tíma eins og þetta væru 5 mín en þetta var nú næstum í heildina með öllu saman 1 klst og viti menn 13:28 var fæddur 16 marka drengur og 54 cm.....og í dag er hann ca 172 því hann er að ná mér ef hann er ekki bara búinn að því mér finnst hann stækka heilan helling alltaf á þessum tíma núna og nokkrum kg þyngri en samt ekkert svo mikið og ber líka þetta fallega nafn Sighvatur Bjarki....til hamingju með afmælisdaginn
stór strákurinn minn *knús og kossar*
kveðja þín mamma



Athugasemdir
Til hamingju með guttann, af hverju fatta ég ekki hver þú ert? Viltu upplýsa mig.
Eiríkur Harðarson, 16.1.2008 kl. 21:57
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 22:00
Til hamingju með prinsinn
Guðný Ruth , 17.1.2008 kl. 11:03
Knúþþþþ
Brynja Hjaltadóttir, 19.1.2008 kl. 00:31
takk allir.....
Eiríkur.....ég er frænka hennar Brynju
Guðrún, 19.1.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.