17.12.2007 | 21:45
Jólahlaðborð og fleirra bitastætt...
hvað haldið þið.....nema hvað....mamma og pabbi áttu 35 ára trúlofunarafmæli í gærkvöldi þann 16 desember og buðu okkur systkinunum, mökum okkar og börnum með sér á jólhlaðborð á Argentínu, ekki meira né minna...vorum í Svítunni á Argentínu þannig að við vorum alveg í sér sal....ekkert smá næs að eiga litlalitla bróðir að vinna þarna, nema hvað við áttum rosalega góða kvöldstund, svo allt í einu bað Bjöggi bróðir mig að kvekja á videóvélinni (ég vissi reyndar alveg hvað var í gangi) og ég sussaði á mömmu og pabba og þau voru ekki alveg að átta sig á stöðunni en ég benti þeim á það og viti menn......haldið þið að hann stórilitlibróðir minn hafi ekki bara skellt sér á skeljarnar
og beðið hennar Stebbu & hún sagði "JÁ"
það spratt upp þvílík gleði...svo nátturulega þurftu Klaki og Gabbi að toppa þetta og reita af sér brandaranna....mamma og pabbi að þau voru svo glöð með strákinn að þau fóru nú eiginlega að gráta...jaaaa táruðust allavega, það er búið að ákveða hver verður skemmtannastjóri & litinn á kjólun var næstum búið að ákveða og sitthvað fleirra...allavega er strax farið að plana....þá hafið þið það
maturinn klikkar ekki á Argentínu frekar en fyrridaginn og snildar þjónusta þar eins og alltaf....ætla að bjóða Kjullubangsa mínum út að borða þangað þegar við þurfum að fagna næst, sem er nú ekki langt þangað til en það er leyndarmál þangað til 




Athugasemdir
Hva ætlar þú að fara að skella þér á skeljarnar.
Eiríkur Harðarson, 17.12.2007 kl. 23:28
Guðrún, 19.12.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.