12.12.2007 | 23:21
Hvernig væri að leggja niður veisluþjónustuna hjá LSH
....hætta að bjóða upp á samlokur, rjómatertur (sem þeir kaupa af dýrum dómum af myllunni) og mat sem LSH borgar sinni eiginveilsuþjónustu okurverð fyrir sem er boðið upp á öllum yfirlækna og stjórnendafundum og halda lækninum á neyðarbílunum sem btw við erum að borga fyrir með því að styrkja rauðakrossinn, því jú við þurfum hvort er að borga 3500 fyrir ferðina með sjúkrabílnum síðast þegar ég þurfti á honum að halda...ekki það að ég sé sko alls ekki eftir þeim pening þar sem sonur minn var fótbrotinn og komst beint undir læknishendur og fékk frábæra meðhöndlun
![]() |
Neyðarbíll verði án læknis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl nafna, ég hnaut um þessa fyrirsögn hjá þér. Ég vann einu sinni í eldhúsum nokkra sjúkrahúsa, sem hét fyrst Landsspítali og síðan Ríkisspítalar.
Þegar ég gerðist yfirmaður í eldhúsi sem rekið var við sundin blá, lenti ég í mikilli rimmu við suma yfirmenn þar sem ég tók allan mat á fundi út úr okkar eldhúsi. Það voru samlokur til sölu í matsal og einnig var fundargestum velkomið að sækja sér mat. Áður hafði verið pantað smurt brauð frá brauuðstofu hér í borg. Yfilæknir staðarinns stóð með mér, en það sem ég fékk að heyra frá svöngum starfsmönnum var ekki alltaf fallegt.(það voru samt þeir með hæðstu launin)
Ég hélt að svona bruðl væri löngu búið að leggja af, ekki vaða sjúkrahúsin nú í peningum, nema kannski að þeir séu eingöngu fyrir sérvalda.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.12.2007 kl. 23:44
neits aldeilis ekki mín kæra....ég var að vinna á LSH fyrir ca 2 árum síðan og þá var þetta í fullu fjöri enþá og þeir eru sko hrikalegir í kostnaði með allt saman meira segja rukka fyrir kaffibollann sem fer á fundina
Guðrún, 13.12.2007 kl. 00:10
Já það er rett hjá þér, það eru sendir reikningar fyrir öllu sem trúlega er eingöngu millifærsla á milli deilda, skapa eflaust mikla vinnu fyrir suma. Ég held að þeir "peningar" í þessarri millifærslu sé eitthvað álika og jöklabréfin sem engin innistæða er fyrir. Ætli þetta eigi ekki að heita aðhald.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.12.2007 kl. 00:25
Nákvæmlega
Guðrún, 14.12.2007 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.