9.12.2007 | 20:49
Ég skal mála allan heimin......
í dag var pipakökumálun hér á bæ með hinu allar skemmtilegasta móti
Skottan mín, litlistóri bróðir hennar og mamma hehe reyndar móðursystir mín (hún var spurð að því hvort hún væri mamma mín í Krónunni síðasta mánudag) komu og máluðu pipakökur með okkur og urðu hina allar skemmtilegustu munstur og fígúrur út úr því....en þegar þau komu færði lita Skottan mér líka þessa fínu kaffivél svo ég gæti nú helt upp á fyrir gesti þar sem gamla vélin mín var ónýt, takk fyrir það elsku krúttan mín og þið stóru mæðgin *knús og kossar* nema hvað það er nátturulega saga til næsta bæjar að hún hjálpaði mér að taka upp kaffivélina og reif upp kassann fyrir mig og tók upp blaðið sem fylgdi vélinni og sagði við mig " svo seturu bara svona kaffirúsínur í " og ég átti ekkert þetta litla erfitt með mig að fara ekki að hlæja og sagði "ha hvað á ég að setja" þá sagði hún "sjáðu svona kaffirúsinur" þú ert nú meira krúttið Skotta mín......ég gleymdi að taka myndir af öllum vera að mála pipaköurnar og ég er að muna það núna *hhhuuuuu* tek bara myndir á næsta ári
svo kíkti ég í jólaþorpið með Skottunni minni og foreldrum hennar og var það hin fínasta skemmtun...lang flottustu básarnir voru þó hjá Nunnunum og hjá þeim sem flytja inn pólsku jólakúlurnar (það er sko íslendingur) ég nátturulega stóðst ekki mátið og keypti mér bláa bjöllu (mynd af henni hérna fyrir neðan ég ætla aftur næstu helgi og kaupa mér aðra kúlu....jaaaa nema ég setji þetta kannski bara á jólagjafaóskalistann minn
jæja besta að halda áfram að baka Hálfmánanna hans Kjullubangsa míns....
http//:www.simnet.is/jolakulur
Athugasemdir
Takk sömuleiðis fyrir daginn í dag kæra "dóttir"
Frétti daginn eftir Krónuævintýrið að ég ætti myndarlega dóttir
Bið að heilsa "barnabörnunum" mínum og hlakka til að sjá þau næst.
Verðum að gera þetta að árvissum atburði, að mála piparkökur. Og þá hellum við uppá með kaffirúsínum..hehe
Brynja Hjaltadóttir, 9.12.2007 kl. 22:53
Mín var ánægjan "móðir" góð
Guðrún, 10.12.2007 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.