16.10.2007 | 21:18
Góður þessi....
Kona nokkur gekk niður Laugaveg þegar hún tók eftir mjög skítugri og illa
til haldinni heimilislausri konu sem sat og betlaði peninga.
Konan tók upp veskið, tók úr því 5000 kr. og spurði: "Ef ég gef þér pening
ætlar þú þá að kaupa vín í staðinn fyrir mat?"
"Nei, ertu frá þér, ég hætti að drekka fyrir mörgum árum", svaraði
heimilislausa konan.
"Muntu þá nota peningana til að kaupa þér tískufatnað af einhverju tagi?"
"Uss nei, Ég hef ekki tíma til þess, nota alla mína orku í að halda í
líftóruna."
"Ætlar þú þá að nota peningana á hárgreiðslustofu í stað þess að kaupa mat?"
"Ertu frá þér!!, svaraði heimilislausa konan, " ég hef ekki farið á
snyrti-eða hárgreiðslustofu í 20 ár."
"OK, svaraði þá hin konan, "ég ætla ekki að gefa þér þessa peninga. Í
staðinn ætla ég að bjóða þér út að borða með mér og manninum mínum í
kvöld."
Heimilislausa konan varð hálfsjokkeruð og sagði: " En verður maðurinn þinn
ekki bálreiður ef þú gerir það?
Ég er bæði skítug og illa lyktandi."
Þá svaraði hin: "Það er í fínu lagi.
Það er mikilvægt að hann sjái og skilji hvernig kona lítur út sem ekki
notar fjármuni í tískufatnað, hárgreiðslu og vín!!!! "
Bestu kveðjur stelpur mínar...ekki tapa þessu niður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.