Elskulegi Jón Gunnar frændi

Jón Gunnar, lenti í alvarlegu bilslysi á Hellisheiði eystri seinnipartinn á fimmtudaginn, þar sem hann og tveir félagar hans voru að koma úr skoðunarferð í Vopnafirði. Á leiðinni niður af Hellisheiði varð billinn bremsulaus og þeir keyrðu út af í einni beygjunni.

Jón Gunnar slasaðist alvarlega og var fluttur suður til Reykjavíkur með sjúkraflugi um hálf sjö á fimmtudagskvöldið Hann fór beint í sneiðmyndatöku og þar kom í ljós alvari málsins. Ósæðin var sködduð, 3 sentimetra rifa var komin á hana, rifbeinin hægra megin voru illa brotin og lungun báðu megin mikið sködduð. Einnig kom í ljós alvarlegt hryggbrot, 10. brjóstliðurinn og efstu lendarliðir. En áður en Jón var fluttur suður gat hann hreyft lappir og arma og höldum við í vonina hvað það varðar - hann hefur vonandi ekki verið fyrir alvarlegum mænuskaða, en við fáum engin svör við því enn um sinn. Ekki verður farið í að gera við brotið í hryggnum fyrr enn liðan hans er orðin betur.

Jón er í mikilli lífshættu, með miklar innvortis blæðingar og er enn spurning um líf og dauða. Honum er haldið sofandi í öndunarvél og verður það næstu daga og jafnvel næstu vikur. Hann fór í mikla aðgerð í brjóstholi á fimmtudagskvöldið og aðfaranótt föstudags þar sem gert var við ósæðina, einnig var tekinn partur af hægra lunga þar sem það var illa farið og blæddi mikið. Hann hefur fengið yfir 40 litra af blóði og reynir það mjög á alla líkamsstarfssemi. Hætta er á að nýru og lifur gefa sig, en enn lætur hann frá sér saur og þvag. Jón er mjög þrutinn. Hann fór aftur í aðgerð íá föstudaginn um hádegi þar sem gert var við blæðingar úr slagæðum, eftir það varð blóðþrýstingurinn heldur skárri og liðan hans stöðugri.

fjölskyldan hans er hjá honum og talar við hann jafnvel þó meðvitundin sýnist lítil er það talið jákvætt að tala við sjúklingana, gott hjá þeim að heyra kunnuglega raddir. Við reynum eins og við best getum að halda í vonina og látum við hann einnig vita af því. Hann er ekkert að fara að gefast upp. Þetta er sterkur ungur maður, í góðum líkamlegu formi.

Við viljum biðja ykkur um að hugsa hlýtt til Jóns Gunnars & fjölskyldu hans Við reynum eins og við best getum að tala við hann og látum hann vita að við erum mörg sem þykjum óendanlega vænt um þennan yndislega dreng.

Hugsið til þeirra og liggið á bænum.

Ég hvet ykkur eindregið að fara og gefa blóð í blóðbankanum því Jón Gunnar Sló öll met hvað varðar að fá blóðgjöf, hann fékk 40 lítra af blóði og þarf 160 manns til að gefa svo mikið magn...maður gerir sér ekki grein fyrir því hvað þetta er mikil þörf fyrr en náinn ættingi liggur í lífshættu, ég ætla að fara sjálf strax í fyrramálið og gefa blóð og svo reglulega framveigis á eftir. www.blodbankinn.is 

Hvar get ég gefið blóð?
 


Blóðbankinn
Snorrabraut 60 (gamla skátabúðin)
sími: 543 5500

Afgreiðslutími
mánudaga og fimmtudaga

8:00-19:00

þriðjudaga og miðvikudaga

8:00-15:00

föstudaga

8:00-12:00

Sími: 543 5500

Kær kveðja Guðrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband