16.8.2007 | 22:33
Dagur í lífi mínu....
..... Ég bið ykkur að hafa það í
huga þegar þið undrið ykkur á því hvað ég hef sjaldan
samband - ég er full af vilja en það verður því miður
minna úr verki !
Ég hef á seinni árum verið plöguð af alvarlegum
sjúkdómi sem nýlega hefur fundist greining á, en engin
lækning við, enn sem komið er.
Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar
einkennin blossa upp :
Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að
bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfðu borist inn
um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum
póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði
póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir
að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana
sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út
með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa
reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er. Fór
inn í herbergi til þess að ná í veskið og bíllyklana
en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim
strax svo ég gleymdi því ekki. Ákvað að ná mér í
kaffibolla fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því
að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt.
Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið
áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og
ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók eftir því
að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu.
Ákvað að fara með hana á sinn stað í
sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana örugglega
um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að
horfa á uppáhaldsþáttinn "Sex in the City". Á leið í
sjónvarpsholið rakst ég á handklæði sem ég ætlaði að
setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór
þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég
hafði verið að leita að fyrr um morguninn. Lagði
fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með
gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði
örugglega að finna þau þegar ég færi í rúmið að lesa
uppáhaldsbókina mína......ef ég finn hana.
Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og
mundi ekki lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að
gera !!! Í lok dags hafði ég því hvorki þvegið bílinn
né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða þvegið
þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað
e-mailunum og var auk þess búinn að týna
fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og kaffið beið
kalt á eldhúsborðinu.
Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu
allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að
þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér
hjálpar við.
Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age
Activated Attention Deficit Disorder", á íslensku
"Aldurstengdur athyglisbrestur".
kveðja Guðrún
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.