endalaus afmæli.............

þann 26 júlí hefði Þröstur frændi orðið 47 ára væri hann meðal okkar enþá, en samt til hamingju með daginn frændi, ég kíki á þig á þriðjudagskvöldið þegar ég renni með peyjanna mína austur Smile þann sama dag fyrir 8 árum fékk Þröstur frændi  bróðurson minn í afmælisgjöf hann Nökkva Baldur skemmtileg tilviljun það þar sem flest allir i familýjunni móðurmeginn eru með sér afmælisdag.......jaaaa nema ég fæddist á afmælisdaginn hans Ragnars langafa, ég man alltaf eftir honum af Krosseyrarveginum þar sem hann var að borða soðna Ýsu og fannst roðið vera lostæti, ég einmitt smakkaði það og ef mig minnir rétt að þá kom ég því valla niður og það var endalaust hreistur að koma út úr mér.......þvílíkt ógeð en ég nátturulega varð að prófa þetta þar sem ég átti sama afmælisdag og hann og mér fannst þetta svo merkilegt að hann borðaði þetta Gasp............ annars til hamingju með daginn Nökkvinn minn.....nú svo á hún Rósa mín afmæli á morgun.....til hamingju með daginn elsku besta vinkona *knús og kossar* og að sjálfsögðu á Skottuprinsessan mín afmæli á þriðjudaginn og verður hún 4 ára gömul.....viti menn að hún Inga mín ætlar að baka Sollu stirðuköku, sem ég fer nú létt með Tounge en hvað um það alveg sama hvað ég talaði við Skottuna mína að þá verður kakan að vera bleik, alveg sama þó svo að það væri mynd af Sollu og nafnið hennar Skottu minnar, fullt af nammi og sleikjó að þá endaði hún alltaf á að segja " og bleikt krem"..........ég er nú barasta búinn að leysa þann vanda og á það að koma á óvart þegar ég mæti með kökuna í afmælið á sjálfann afmælisdaginn því litla Skottuskvísan mín ætlar að vera með grillveislu á sjálfan afmælisdaginn og kökur frá Inga mín og græna bangsa frá Hrefnu sem var pöntuð í afmælinu hjá litlu frænku hennar Skottu Wink

Annars skutlaði ég strákunum í Laugarásbíó í dag og ætluðu þeir að sjá Simpson og fara á hana kl 14 og við mættum 13:50 og viti menn það var uppselt bæði á enskt og íslenskttal þeim til mikilla gleði (það var 450 krónatilboð í gangi sko), nú við rukum sem leið lá í Regnbogann og var kominn svaka röð þar fyrir utan og þeir steinhættu við að fara á Simpson, ég rendi þá niður á N1 til að skoða hvenær hún yrði sýnd næst og ætlaði nú bara að borga fullt verð inn fyrir þá.....nei þá allt í einu var ákveðið að fara á Harry Potter í Kringlubíó kl:14:30....ég rendi með þá þangað og spurði þegar ég var búin að koma þeim í bíó hva myndin væri lengi og passaði að sækja þá kl 17....ég ákvað að fara í Bónus og versla í Sollukökuna, kíkja í Eik (verslaði þar reyndar fullt líka) og svo að ath í Hagkaup hvort ég sæji eitthvað sniðugt í afmælisgjöf handa skottunni minni......ég var í 1 og 1/2 tíma að skoða í Hagkaup og velja afmælisgjö0f handa Skottunni minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband