29.4.2007 | 02:16
Skrítið líf........
ég fékk allt í einu hugboð í fyrrinótt að senda vinkonu minni sms sem ég hafði ekki heyrt í...........ég sendi 2 sms og fékk ekkert svar
svo allt í einu í dag fæ ég símtal og það frá henni....þá var "kærastinn" hennar í símanum hennar að láta mig vita að hún hefði verið flutt með sjúkrabíl og væri komin inn á spítala, það er eins og ég hafi fengið hugskeyti í fyrrinótt að ath með hana, hefði ég ekki verið með peyjanna mína að þá hefði ég farið heim til hennar í fyrrinótt, en ég komst ekki
svona er þetta bara...ég er í hálfgerðu rusli núna vegna þess að vinkona mín "stelpuskömmin" reyndi að svipta sig lífi í dag
ótrúlegt hvað þetta hefur mikil áhrif á mann...ég fór upp á spítala þar sem fjölskyldan hennar er ekki í nálægð við hana (búa úti á ballarhafi í bókstaflegri merkingu) og kom í ljós að hún liggur á gjörgæslu vegna hversu alvarlegt ástandið og líðan hennar er, ég fékk að hitta hana og ég held ég meigi fullyrða það að ég hafi fengið vægt taugaáfall
að því loknu fórum ég og önnur vinkona okkar og tókum íbúðina hennar í gegn, þrifum hana hátt og lágt, hentum í þvottavél, skiptum á rúminu, gengum frá íbúðinni, læstum henni (enginn þar inn, fyrr en hún kemur heim...jaaa nema þá ég með þvottinn hennar sem ég er að þvo) þannig að hún komi að heimilinu hreinu og fínu þegar henni mun líða betur og fær að fara heim að loknu ferli sem hún þarf að fara í gegnum í framhaldi að þessu svo hún nái bata...jú hvað gerir maður ekki fyrir vinkonu sína til a hjálpa henni að ná bata





Ég bið góðan Guð að vaka yfir henni og veita henni allann þann styrk til að ná heilsu og betri líðan aftur...elsku besta vinkona við tvær munum standa með þér alla leið og leggja fram alla þá hjálparhönd sem við getum til þess að þú fáir bata, vertu strek, þú veist þú getur þetta, mundu að þú átt 3 yndisleg börn sem bíða eftir þér
þín vinkona Inga
Athugasemdir
Wow, rosalegt. Þetta er áminning til okkar allra! Ég mun biðja fyrir henni!
Bjarki Tryggvason, 29.4.2007 kl. 02:28
Hræðilegt að heyra. Henni veitir ekki af ást og stuðningi. Erfiður tími framundan vinkonu þinni. Gangi ykkur vel.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.4.2007 kl. 02:35
Æi greyið, mikið ertu lánsöm að hafa fengið viðvörun. Hún er heppin að eiga þig að ég mun biðja fyrir henni lofa því . Ég mun líka biðja Guð að blessa þig og styrkja í þessari erfiðu lífsreynslu.
Frið sendi ég þér.
Linda, 29.4.2007 kl. 03:32
Flott hjá þér, kærleikurinn sem er sýndur í verki eins og með því að taka íbúðina í gegn er svo áþreifanlegur.
Gangi ykkur vel
Ester Sveinbjarnardóttir, 29.4.2007 kl. 09:01
takk fyrir þetta allir, ekki veitir af þessa daganna
Guðrún, 3.5.2007 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.