Færsluflokkur: Bloggar
2.5.2008 | 23:50
Þú gekkst of langt....
Lúmska ljón sem læðist um mitt líf
Ætlarð´ að rústa öllu sem ég á ?Þú glennir gildrur og ginnir í þitt fangÉg lennti í einni en skelli ég slapp þó frá Ég bíð þess bætur hugsaðu ekki um migStóð fljótt á fætur veit ekki um þigEf að líkum lætur á ég ennþá líf Þú gekkst of langt jáEkki vaða yfir migÞú gekkst of langt jáÞettér búið spilÞú gekkst of langt já Ekki vaða yfir migÞú gekkst of langtÍ lofti liggur læðist aftan aðÞú tælir fenginn telur upp að tólf
Í einni svipann uppgötva ég það
Að allt mitt þak er aðeins annars gólf Ég bíð þess bætur hugsaðu ekki um mig Þú gekkst of langt.... Nú er blaðið autt Ég gef þér engin griðÞað sem er nú er dautt Lifnar ekki við Þetta er búið spil Ekkert sem breytir þvíÞetta er búið spil Ekkert sem breyir þvíBloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2008 | 21:11
Ég fékk mér nýjann.....
...farsíma í dag og lennti í því sama og Jón
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2008 | 15:59
Loksins..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2008 | 22:42
Ef betur má að gá......
Kæru samherjar.
Nú eru liðnir 5 sólahringar síðan undirskriftasöfnunin gegn fyrirhuguðum framkvæmdum í bakkafjöru fór af stað.
Nú hafa 2565 manns skráð sig, þar af 1360 búsettir í Vestmannaeyjum, eða um 34% íbúa.
Ákveðið hefur verið að ljúka undirskrifasöfnuninni á miðnætti á Miðvikudaginn kemur þann 16 apríl. http://www.strondumekki.is/ Skoðið videoið af hvernig þeir sigla á Lóðsinum upp í Bakkafjöru, það er mjög athyglisvert.
Okkur langar því að biðja þig að líta í kringum þig og athuga hvort einhver af þínum vinum, kunningjum eða fjölskyldu eigi eftir að skrá sig, og hvetja þá til að taka þátt, og reyna að hafa áhrif.
Ströndum ekki í Bakkafjöru. nýjan og hraðskreiðari Herjólf strax!
látið þetta fréttast og sem flesta skrifa undir,
kveðja Guðrún brottfluttur Eyjamaður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2008 | 14:18
Vissir þú....
.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?
.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska, sem er sama og 44 í evrópu) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni? (hahahaha sama stræð og ég er í og hún var nú ekkert smá flott Gyðja)
....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?
.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar = 42-44 í evrópu)?
.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun?
.... að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?
.... að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70%kvenna
.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?
.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?
Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.
Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.
Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.
Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarar. Við erum allar æði...........og ekki gleyma því!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 13:11
Megrun fyrir karlmenn....
Megrun fyrir karlmenn Maður hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim 'misstu 5 kg á 5 dögum' pakkann. Daginn eftir er barið á dyrnar hjá honum og fyrir utan stendur íturvaxin 19 ára snót í engu nema Nike hlaupaskóm. Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur 'Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig'. Hann lætur ekki segja sér það tvisvar og stekkur á eftir henni. Eftir nokkra kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst upp. Sama stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum næstu 4 dagana og það sama gerist í hvert skipti. Á fimmta degi vigtar félaginn sig, og viti menn, hann hefur misst 5 kg. Hæstánægður með árangurinn hringir maðurinn aftur í fyrirtækið og pantar hjá þeim 'misstu 10kg á 5 dögum' pakkann. Næsta dag er bankað á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú fallegasta og kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð. Hún er eingöngu klædd í Reebok hlaupaskó. Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur 'Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig'. Eins og elding tekur hann á rás á eftir skvísunni. Hún er auðvitað í fantaformi og þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki. Næstu fjóra daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst smám saman í betra form. Á fimmta degi vigtar hann sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst 10 kg. Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og hringir og pantar 'misstu 25 kg á 7 dögum' pakkann. 'Ertu alveg viss?'spyr sölumaðurinn ' Þetta er erfiðasta prógrammið okkar' 'Ekki spurning' svarar félaginn, 'mér hefur ekki liðið svona vel í mörg ár'. Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann opnar stendur risastór, helmassaður karlmaður fyrir utan í engu nema bleikum hlaupaskóm. Um hálsinn á honum hangir skilti sem á stendur 'Ef ég næ þér, er rassinn á þér MINN!' Félaginn missti 32 kg í þeirri viku. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2008 | 00:22
Hún á afmæli í dag.............
Mundu að allt er fertugum fært
já og það er 40 % afsláttur af völdum vörum í vinnunni hjá mér í tilefni dagsins þíns
*Knús og kossar* frá mér og mínum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 21:41
Svona leit bílinn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2008 | 01:51
Hvað er að lokum....
Mörg mistök gerð, hvað er að lokum....
of löng sú ferð, hvað er að lokum....
kominn er dagur, bjartur og fagur....
verði ljós, verði bjart, verði allt sem og nýtt
verði ljós, verði bjart, verði allt ljúft og fínt....
allt þú sérð hverfur að lokum.
alveg ný ferð er svo að lokum
kominn er dagur, alveg upp á nýtt
bjartur og fagur, upp á nýtt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)