Færsluflokkur: Bloggar
27.8.2007 | 16:04
Stuðlar....
![]() |
Hugsanlega dregið úr starfsemi meðferðardeildar Stuðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 23:23
Sjörnumerki og kynlífið....
Fiskur(19.feb - 20.mars)
Fiskurinn er stórkostlegur elskhugi svo lengi sem honum finnst hann vera verndaður tilfinningalega og elskaður alla leið. Vandræðin hljótast eingöngu ef fiskurinn elskar sjálfan sig ekki nóg.
- Dularfullur, fallegur, rómantískur í rúminu
- Oft flæktur í eigin tilfinningar og nær því ekki að einbeita sér nóg
- Á það til að forðast velgengni og eyðir lifi sínu í dagdrauma.
- Gæddur mjúkum, rafmögnuðum ákafa eins og nýtur þess að kúra
- Nýtur þess að láta drottna yfir sér (í rúminu) en stefnir um leið að því að hafa stjórn
- Vill að kynlífið sé skemmtilegt, margslungið og tilbreytingaríkt
- Kynlífið er könnunarferð í huga fisksins
- Fiskurinn leitar að sameiningu ástar og kynlífs með elskhuga sínum
- Leitar eftir samböndum sem fylla hann von og ást
- Fiskurinn heldur tryggð við manninn/konuna sem hann fellur fyrir -Fiskurinn er spennandi og það er oft erfitt að ná honum, spurning um hvernig beita er notuð og eins gott að línan haldi ef hann bítur á - Fiskurinn veit stundum ekki í hvaða átt hann á að fara. -Konur í fiskamerkinu eru taldar vera sexí, hafa fallegar hreyfingar, sprettharðar og góðir félagar.
Enda er me fiskur fyrir ekki neitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 23:13
Mynd dagsins...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 23:30
Smásaga til umhugsunar...
sinnar og varð nokkuð undrandi að sjá að það var búið að búa um rúmið og
taka vel til í öllu herberginu. Hún sá að það var umslag á miðju rúminu og á
því stóð: TIL MÖMMU. Mjög áhyggjufull opnaði hún umslagið og las skjálfhent
bréfið sem í því var.
Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að
þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta
svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að undanförnu
fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir
öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana sína. En það er ekki bara
það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er
ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það.
Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn
að safna helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur.
Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af
börnum og ég er svo innilega sammála honum með það. Ahmed hefur kennt mér
það að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg
af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta
á því og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að
vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni, hann á
það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín því að ég er
nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að auki er Ahmed
orðinn orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera.
Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll
barnabörnin þín.
Þín dóttir Guðrún

PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt.
Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita
að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu
skrifborðskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir
mig að koma heim

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 22:33
Dagur í lífi mínu....
..... Ég bið ykkur að hafa það í
huga þegar þið undrið ykkur á því hvað ég hef sjaldan
samband - ég er full af vilja en það verður því miður
minna úr verki !
Ég hef á seinni árum verið plöguð af alvarlegum
sjúkdómi sem nýlega hefur fundist greining á, en engin
lækning við, enn sem komið er.
Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar
einkennin blossa upp :
Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að
bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfðu borist inn
um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum
póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði
póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir
að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana
sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út
með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa
reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er. Fór
inn í herbergi til þess að ná í veskið og bíllyklana
en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim
strax svo ég gleymdi því ekki. Ákvað að ná mér í
kaffibolla fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því
að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt.
Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið
áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og
ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók eftir því
að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu.
Ákvað að fara með hana á sinn stað í
sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana örugglega
um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að
horfa á uppáhaldsþáttinn "Sex in the City". Á leið í
sjónvarpsholið rakst ég á handklæði sem ég ætlaði að
setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór
þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég
hafði verið að leita að fyrr um morguninn. Lagði
fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með
gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði
örugglega að finna þau þegar ég færi í rúmið að lesa
uppáhaldsbókina mína......ef ég finn hana.
Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og
mundi ekki lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að
gera !!! Í lok dags hafði ég því hvorki þvegið bílinn
né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða þvegið
þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað
e-mailunum og var auk þess búinn að týna
fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og kaffið beið
kalt á eldhúsborðinu.
Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu
allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að
þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér
hjálpar við.
Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age
Activated Attention Deficit Disorder", á íslensku
"Aldurstengdur athyglisbrestur".
kveðja Guðrún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 13:59
Bæn dagsins....
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
Í guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líki þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2007 | 09:41
Ekkert að gerast...................
nema vinna og afslöppun um helgina ekki slæmt það......................I LOVE IT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 14:28
Hún á afmæli í dag........
hún á afmæli í dag......hún á afmæli hún Harpa Rún......Hún á afmæli í dag.........hún er 4 ára í dag.....hún er 4 ára í dag....hún er 4 ára hún Harpa Rún......hún er 4 ára í dag......
Til hamingju með daginn Skottan mín, gaman að koma í morgun og færa þér bleika köku með bleikum störnum
og stórann pakka
Þessi var tekin af okkur í 3 ára afmælinu í fyrra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 14:27
endalaus afmæli.............
þann 26 júlí hefði Þröstur frændi orðið 47 ára væri hann meðal okkar enþá, en samt til hamingju með daginn frændi, ég kíki á þig á þriðjudagskvöldið þegar ég renni með peyjanna mína austur þann sama dag fyrir 8 árum fékk Þröstur frændi bróðurson minn í afmælisgjöf hann Nökkva Baldur skemmtileg tilviljun það þar sem flest allir i familýjunni móðurmeginn eru með sér afmælisdag.......jaaaa nema ég fæddist á afmælisdaginn hans Ragnars langafa, ég man alltaf eftir honum af Krosseyrarveginum þar sem hann var að borða soðna Ýsu og fannst roðið vera lostæti, ég einmitt smakkaði það og ef mig minnir rétt að þá kom ég því valla niður og það var endalaust hreistur að koma út úr mér.......þvílíkt ógeð en ég nátturulega varð að prófa þetta þar sem ég átti sama afmælisdag og hann og mér fannst þetta svo merkilegt að hann borðaði þetta
............ annars til hamingju með daginn Nökkvinn minn.....nú svo á hún Rósa mín afmæli á morgun.....til hamingju með daginn elsku besta vinkona *knús og kossar* og að sjálfsögðu á Skottuprinsessan mín afmæli á þriðjudaginn og verður hún 4 ára gömul.....viti menn að hún Inga mín ætlar að baka Sollu stirðuköku, sem ég fer nú létt með
en hvað um það alveg sama hvað ég talaði við Skottuna mína að þá verður kakan að vera bleik, alveg sama þó svo að það væri mynd af Sollu og nafnið hennar Skottu minnar, fullt af nammi og sleikjó að þá endaði hún alltaf á að segja " og bleikt krem"..........ég er nú barasta búinn að leysa þann vanda og á það að koma á óvart þegar ég mæti með kökuna í afmælið á sjálfann afmælisdaginn því litla Skottuskvísan mín ætlar að vera með grillveislu á sjálfan afmælisdaginn og kökur frá Inga mín og græna bangsa frá Hrefnu sem var pöntuð í afmælinu hjá litlu frænku hennar Skottu
Annars skutlaði ég strákunum í Laugarásbíó í dag og ætluðu þeir að sjá Simpson og fara á hana kl 14 og við mættum 13:50 og viti menn það var uppselt bæði á enskt og íslenskttal þeim til mikilla gleði (það var 450 krónatilboð í gangi sko), nú við rukum sem leið lá í Regnbogann og var kominn svaka röð þar fyrir utan og þeir steinhættu við að fara á Simpson, ég rendi þá niður á N1 til að skoða hvenær hún yrði sýnd næst og ætlaði nú bara að borga fullt verð inn fyrir þá.....nei þá allt í einu var ákveðið að fara á Harry Potter í Kringlubíó kl:14:30....ég rendi með þá þangað og spurði þegar ég var búin að koma þeim í bíó hva myndin væri lengi og passaði að sækja þá kl 17....ég ákvað að fara í Bónus og versla í Sollukökuna, kíkja í Eik (verslaði þar reyndar fullt líka) og svo að ath í Hagkaup hvort ég sæji eitthvað sniðugt í afmælisgjöf handa skottunni minni......ég var í 1 og 1/2 tíma að skoða í Hagkaup og velja afmælisgjö0f handa Skottunni minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)