6.7.2007 | 23:21
Gengur vel fyrir......
.....norðan jæja þá er komið að lokadeginum á morgun, mótið gengur eins og smurt hérna þrátt fyrir kulda og rok á miðvikudag, ausandi rigningu í gær og sól og blíðu í dag
Gabriel er alveg að fíla sig í sveitinni hjá Huldu frænku og Benjamín......minn maður búinn að kjafta sig inn á Huldu frænku að fá að koma til hennar í sveit næsta sumar
hann heimtar reyndar að fá að flytja hingað
allavega læt hérna 3 góðar myndir fylgja með af eldri peyjanum
þær tala sjálfar sínu máli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 23:07
HALLÓ AKUREYRI...........
Hér kem ég og mínir með jú og reyndar einn auka peyi með sem ég á svona smá í á ská allavega þá er ferðinni heitið norður snemma í bítið á miðvikudag og komið heim líklega á laugadag til að sleppa við sem mestu umferðina þar sem landsmenn eru búnir að sprengja fyrir löngu þjóðveg 1 með þessum bílajeppafellihjólhýsaflotasínum.......Brynja & Harpa Rún fá þá ánægju að því að passa Daisý og kenna henni einhvern óþarfa talsmáta á meða ég er í burtu híhíhíhí þið ekkert smá heppnar
en við erum með hana í fóstri & kann fuglinn að blaðra ekkert smá mikið og liggjum við stundum í hláturskasti hérna yfir henni þegar hún er að blaðra
...........læt hérna fylgja mynd af Peyjanum og Daisý með.......
Daisý að tannbursta sig og Gabriel að hjálpa henni
ég hef nú verið mjög löt við að blogga undanfarið þar sem ég er bara í sumarfríi og er sko að gera allt annð en að hanga á netinu.....jaaa nema til að leita mér að vinnu, er búin að fá helling af atvinnuviðtölum, sem kemur mér reyndar á óvart þar sem allir skólar eru í fríi...hvernig er það nennir fólk ekkert að vinna ? jaa maður spyr sig !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2007 | 18:57
Fjöldaganga gegn umferðaslysum
Fréttatilkynning frá frumkvæðishópi hjúkrunarfræðinga á LSH, 21. júní 2007 Jón Aðalbjörn Jónsson hjúkrunarfræðingur hannaði merkið hér til vinstri og færði Landspítala-háskólasjúkrahúsi að gjöf í tilefni göngunnar gegn umferðarslysum. Fjöldaganga gegn umferðarslysum Hjúkrunarfræðingar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi efna til fjöldagöngu gegn umferðarslysum á þriðjudaginn kemur, 26. júní, kl:17:00 til vekja almenning til umhugsunar um afleiðingar hraðaksturs og þess að aka bíl undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja. Hópur hjúkrunarfræðinga á spítalanum hafði frumkvæði að viðburðinum og hefur nú þegar fengið baráttukveðjur og stuðningsyfirlýsingar úr mörgum áttum, meðal annars úr röðum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, lögreglumanna, lækna, sjúkraþjálfara, sjúkraliða presta og iðjuþjálfara. Þá hafa forstjóri, hjúkrunarforstjóri og fleiri stjórnendur Landspítala-háskólasjúkrahúss lýst stuðningi við framtakið. Safnast verður saman á þriðjudaginn 26. júní við sjúkrabílamóttöku LSH við Hringbraut, Eiríksgötumegin, og lagt af stað kl. 17:00. Gengið verður fram hjá slökkvistöðinni við Öskjuhlíð og áfram sem leið liggur að þyrlupallinum við LSH í Fossvogi. Gaman væri ef allar starfsstéttir kæmu í sínum búningum. Allir eru velkomnir og um að gera að kippa fjölskyldunni með. (Minnum á bílastæði fyrir neðan gömlu Hringbraut) Bríet Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild LSH, ávarpar göngufólk við upphaf ferðar og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri LSH, flytur ávarp á leiðarenda. Hjúkrunarfræðingar munu halda á lofti rauðum blöðrum í göngunni sem tákni fyrir þá sem slasast hafa alvarlega í umferðinni á árinu 2006. Sjúkraflutningamenn munu halda á lofti svörtum blöðrum í minningu þeirra sem fórust í umferðinni á sama tíma. Blöðrunum verður sleppt við þyrlupallinn í fundarlok. Þannig viljum við enda athöfnina táknrænt í minningu þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni og til að sýna fórnarlömbum alvarlegra umferðarslysa samhug og samstöðu. Sýnum samstöðu og styrk mætum !
Hvers vegna göngum við gegn umferðarslysum? Umferðin tekur geigvænlegan toll á hverju ári. Við viljum, með göngu gegn slysum í umferðinni, skora á landsmenn alla að taka sér tak, fyrst og fremst með því að aka ekki hraðar en lög og aðstæður leyfa og setjast aldrei undir stýri undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja. Í heilbrigðisþjónustunni okkar er öflugt starfslið og því er annt um þá sem eru hjálpar og aðstoðar þurfi. Slys snerta marga: nána aðstandendur, aðra ættingja, vini og félaga. Slys snerta líka okkur heilbrigðisstarfsfólk og það meira en margan grunar. Mikið var um alvarleg slys síðastliðinn vetur, með afleiðingum sem eru í mörgum tilvikum svo alvarlegar að varðar starfsgetu, athafnafrelsi og lífshamingju fjölda fólks það sem eftir er ævinnar. Alvarlegustu slysin verða jafnan í umferðinni Árlegur kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa mælist í milljörðum króna. Umferðarslys eru algeng þátt fyrir að þeim hafi fækkað hlutfallslega á undanförnum árum. Eftir stendur að alvarlegustu slysin hérlendis eiga sér jafnan stað í umferðinni og hegðun of margra ökumanna bendir því miður til þess að við sjáum ekki fyrir enda á þessum ósköpum. Það er til dæmis beinlínis óskiljanlegt að fólk sé staðið að ofsaakstri dag eftir dag, jafnvel á sama vegarkafla og á sama sólarhring sem dauðaslys áttu sér stað vegna hraðaksturs, að því er ætla má. Það vekur okkur líka ugg að frétta í gegnum fjölmiðla að það gerist nú aftur og aftur að menn séu grunaðir um að aka bílum undir áhrifum fíkniefna. Sumarið er tíminn.... Sumarið er ekki tími birtu, sólar og gleði fyrir alla landsmenn. Ef að líkum lætur dregur ský fyrir sólu hjá mörgum manninum í einni andrá í sumar og við tekur tími sorgar, vanlíðunar og erfiðleika af ýmsu tagi. Við sem tökum á móti slösuðu fólki finnum óneitanlega fyrir kvíða nú sem fyrr vegna sumarumferðarinnar og afleiðinga alvarlegra slysa sem við verðum því miður að gera ráð fyrir að þurfa að upplifa enn og aftur. Við fáum sting í hjartað við að heyra sírenuvæl eða hljóð í þyrlu. Þess vegna segjum við stopp og biðjum landsmenn um að taka undir með okkur. Við viljum ekki fleiri viðskiptavini úr umferðarslysum, heldur vonum innilega að fólk fái að njóta lífsins í orðsins fyllstu merkingu í sumar og framvegis! Göngum gegn umferðarslysum 26. júní kl 17:00 ! Fyrir hönd hjúkrunarfræðinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, Frumkvæðishópurinn (BAS stelpurnar www.bas.is), sími 696 4615: Bríet Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu LSH, Anna I. Arnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á almennri skurðdeild LSH, Soffía Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur á almennri skurðdeild LSH.
Mætum öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 22:21
Sumarfrí byrjar formlega á morgun......
ekkert smá lúxuslíf hjá minni, það verður byrjað á því að fara í ræktina
annars er ég að leita mér að nýrri vinnu þar sem vinnan mín í dag hentar engan veigin fyrir mig og peyjann minn ég sagði upp með
í augunum þannig ef einhver veit um fína vinnu handa mér eða jafnvel vill fá mig í vinnu að þá er um að gera hafa samband
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 12:50
Tristan 2 ára
Hann á afmæli í dag......hann á afmæli í dag....hann á afmæli hann Halldór Tristan....hann á afmæli í dag....hann er 2 ára í dag....hann er 2 ára í dag....hann er 2 ára hann Halldór Tristan....hann er 2 ára í dag.....
Til hamingju með daginn sætastur *knús* og frá mér............ég spurði hann í gær "hvar á afmæli á morgun?" þá svaraði hann "Hadddó" svo spurði ég hann "og hvað ertu gamall" þá svaraði hann "teggja"
bara krúttlegt hvernig hann talar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 21:08
Væri nú alveg til..............
að blogga um eitthvað skemmtiegt núna, en einhvernveginn er ég ekki alveg í stuði til þess.....hvað sem því líður að þá var ég dregin í ræktina í dag af Kjullubangsa, þó svo ég væri ekki að nenna því, tók træsepsanna, brjóstið og magann....ógó dugleg, búin að borða geðveikt hollt í dag alveg þangað til ég datt í konfektkassann sem Bestasta lét mig hafa og fleirra til í skaðabætur fyrir ónýtuþurkkuðueplin frá Hagver....já þetta er þér að kenna að ég er að borða þetta geggjað góða Pandakonfekt sem liggur undir skemmdum, ekki það að þú mættir alveg koma og hjálpa mér
ekki það að ég hafi neitt gott að því að borða þetta, hefði verið skynsamlegra að gefa einhverjum það sem þarf á svona orkuskoti að halda
peyjarnir liggja í snakki eftir kvöldmatinn enda svosum Hvítasunnuhelgi 1 x á ári og ekki fórum við útúr bænum og liggjum einhverstaðar í sumarbústað/ fellihýsi útétin af grillmat og næs.....ónei það er sko búið að vera úti fótbolta, í leikjum og að hjóla heilu og hálfu daganna hérna, Fórum í bíó í gær á
Pirates of the Caribbean At Worlds End | |
Leikstjóri: | Ted Elliott |
Handrit: | Gore Verbinski |
Aðalhlutverk: | Johnny Depp, Orlando Bloom, Keira Knightley, Geoffrey Rush |
Framleiðsluár: | 2007 |
Frumsýnd: | 25.05.2007 |
Aldurstakmark: | Ekkert aldurstakmark skráð |
algjör óþarfi að rjúka tig og fara í bíó á þessa mynd, það kemur mynd númer 4 ég kláraði Aðþrengdaeiginkonuseríu 3 og Heroes seríuna og já það kemur Heroessería númer 2
á föstudaginn passaði ég vin minn Halldór Tristann
gerði hann dáldið óþekkann, enda á ég nú smá hlutabréf í honum
mamma hans og pabbi eiga nefnilega jeppa og það á enginn jeppann nema "haddór" eins og hann segir þegar hann er spurður, en við erum náttla orðnir svo miklir vinir að núna eiga "haddór & Duðrún"
jeppann þegar hann er spurður og ENGINN ANNAR, ég er sko alveg búin að ákveða hvað hann fær í afmælisgjöf frá mér núna þann 8 júní þegar hann verður 2 ára
það verður náttla hávaðadót og bílar.Ég væri nú alveg til að lána henni frænku minni þessa túrverki sem ég er með (ekki skrítið að ég datt í helv&%#% konfektkassann) svo að hún fari nú kannski að koma þessu kríli í heiminn sem hún á von á
annars á bróðir minn afmæli á miðvikudaginn, hver veit kannski fær hann bara krílið í afmælisgjöf, ekki slæmurafmælisdagur það 30.06.07
já eða 06.06.07 flottur afmælisdagur það...annars ræður maður víst engu með hvenær börnin láta sjá sig, þau koma víst bara þegar þau eru tilbúin.
framundan: vinna meira með sjálfið mitt, fara í ræktina, glápa á imbakassann, fara að hjóla, gera Halldór Tristann meira óþekkann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 23:46
Einu sinni voru....
...tveir menn á kaffihúsi á Íslandi, Normaður og
Íslendingur.
Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð
með ávaxtasultu og Normaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Normaðurinn að
Íslendinginum og spurði: "Borðar þú skorpurnar á brauðinu"?
-Íslendingurinn: "Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu".
-Normaðurinn: "Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til
brauð úr þeim og sendum til Íslands".
Eftir dálitla stund kom Normaðurinn aftur og spurði:
"Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt".
-Íslendingurinn: "Auðvitað hendum við því í ruslið".
-Normaðurinn: "Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til
ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands".
Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði:
"Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"?ee
-Normaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í ruslið".-
Íslendingurinn:
"Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og
sendum til noregs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 13:51
Trúboðarnir...........................
á ég að segja ykkur............nema hvað........haldið þið að hún móðir mín hafi ekki hringt í mig og boðið mér með pabba í óvissuferð á mótorhjóli
þar sem vinur hans komst ekki, ég var nú ekki lengi að þiggja svona boð þar sem stelpan er með hjóladelluna og er sjálf í Sniglunum
mér var skipað að mæta á fund í gærkvöldi, sem ég gerði og á fundinum var ákveðið að mæta á planið hjá Össur við Krókháls, á slaginu 9:30 ekki seinna, sem og ég gerðí....ómægod ég get valla lýst tilfinningunni að fá að setjat á glænýtt og þá meina ég GLÆNÝTT HJÓL og fá að fara með
Við fórum á 23 hjólum í hóp og vorum 35 í heildina...Það var ekið sem leið lá til Mosó, þaðan beygt inn á Þingvallaafleggjarann og ekið á Þingvöll, þar var stoppað og haldið svo áfram meðfram vatninu (já Þingvalla) til Ljósafossskóla, þar var nú aldeilis tekið á móti okkur með kók & prins, reyndar appelsín líka
okkur sýndur allur skólinn og svæðið, síðan lá leiðin á Selfoss, þar var náttla tekinn rúnturinn og smá stopp, síðan lá leiðin á Eyrarbakka, stoppað v/ Rauða húsið sem er hliðin á Húsinu btw þar sem föðuramma mín ólst upp, og móðirsystir ömmu minnar var með bakarí í Rauða húsinu, ég og pabbi þurftum náttla að fræða hópinn dálítið af því
nú létum smella að sjálfsögðu mynd af okkur saman við Húsið í Rauða húsinu snæddum við hádegisverð, líka þessa dýrindis sjávarréttahumarsúpu, brauð og hrikalega gott Hummus með og svo kaffi á eftir, takk fyrir okkur. haldið var af stað aftur eftir síesta
úti á túni sem Vörður heimtaði, var haldið sem leið lá í borgina í gegnum Þrengslin, nema að Vörður villtist eitthvað af leið og fór útaf en var svo heppinn að það var afleggjari þar og hann endaði í Hveragerði á meðan við hin héldum í Litlu Kaffistofuna með stoppi að sjálfsögðu, það er nú bara skilda að stoppa þar
svo var klárað að hjóla í bæinn og endað á planinu kl:15:50 hjá Össur með líka þessari myndatöku af hópnum, fyrir utan það að þetta var allt tekið upp á videó öll ferðin og voru góðir aðilar í því verkefni.....TAKK TAKK & AFTUR TAKK fyrir frábærann dag
Núna er ég endanlega komin með baktreíuna og ætla hringja strax á mánudaginn og kaupa mér hjól
jaaa allavega byrja á því að panta mér tíma í prófið & svo kemur hjólið í framhaldi af því
myndir frá ferðinni http://skutlan.myphotoalbum.com/
kveðja Guðrún @ farin að gera something more FUN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 14:21
Love and kissess.................
Er í hláturskasti hérna eftir póst sem ég fékk frá vinkonu minni ég nátturulega varð að gera eins og ætla ég að leyfa ykkur að njóta þess líka og hlæja ykkur í hel...ekki gleyma að hækka í hátölurunum, smelltu á linkinn http://www.carmex-kiss.de/index.php?meintanz=373893812693



kveðja Guðrún @ í hláturskasti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)